Forseti ber upp tillögu að breytingu á orðalagi samþykktar bæjarráðs þannig að við tillöguna bætist eftirfarandi setning:
„Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að þeir sem undirrita skjölin hafa umboð bæjarstjórnar til þess“.
Er breytingartillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.
Tillagan verður þá svohljóðandi með breytingu:
„Bæjarstjórn staðfestir framliggjandi undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð, dags. 30. október 2017, um húsnæðissjálfseignarstofnunina Skarðshlíð íbúðafélag hses. og þar með að samþykkja stofnun þess. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að þeir sem undirrita skjölin hafa umboð bæjarstjórnar til þess.“
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða svo breytta tillögu með 11 greiddum atkvæðum.