Skarðshlíð íbúðarfélag, húsnæðissjálfseignarstofnun
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3466
15. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram drög að stofnskrá húsnæðissjálfseignarstofununar ásamt greinargerð.
Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti á fundinn.
Svar

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að stofnun sjálfseignarstofnunarinnar, undirbúningi útboðs og sækja um stofnstyrki. Jafnframt skal bæjarstjóri vinna tillögu að því hvernig staðið verði nákvæmlega að því að velja leigjendur.


Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar fagna framkominni tillögu um sjálfseignarstofnun sem mun eiga íbúðir fyrir fólk með tekjur undir viðmiðunarmörkum.
Við hörmum jafnframt að ekki hafi verið skoðuð betur tillaga okkar um stofnun sjálfseignarstofnunar sem myndi byggja og eiga leiguíbúðir fyrir almenning á viðráðanlegu verði (non profit) án tekjuviðmiða sem þannig myndi nýtast öllum almenningi.
Telur minnihlutinn að ekki hafi verið kannaðar nægjanlega vel heimildir sveitarfélagsins til stofnunar slíkrar sjálfseignarstofnunar sem minnihlutinn lagði til sbr. minnisblað lögfræðings um tillöguna.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar fagna framkominni tillögu um sjálfseignarstofnun sem mun eiga íbúðir fyrir fólk með tekjur undir viðmiðunarmörkum.