Á fundi bæjarráðs þann 04.07.2019 var tekið jákvætt í beiðni um umrædda lóðarstækkun. Erindinu var vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og mikilvægi þess að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum var áréttað.
Athugasemdir sem bárust fjölluðu um hugsanlega byggingu á lóðinni og aðgengi að vitanum. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að lóðarstækkunin fjallar ekki um nýtingu lóðar heldur um umrædda lóðarstækkun. Skipulags- og byggingarráð leggur til að aðgengi að vita verði endurskoðað og vísar þvi til vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði enda ekki raunhæft að ætla að það verði á þeim stað sem skipulagið gerir ráð fyrir. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun og vísar erindinu aftur til bæjarráðs.