Með vísan til þeirra miklu þarfa sem eru á félagslegu húsnæði samþykkir bæjarráð að stefnt verði að því að kaupa íbúðir fyrir um 500 millj. kr. á árinu 2018. Þar sem gert er ráð fyrir að leiga geti staðið undir afborgunum og vöxtum verði þessi kaup fjármögnuð með lántöku. Með þessu verði keyptar íbúðir samtals á kjörtímabilinu fyrir um 800 millj. kr. Stefnt verði að því að á árinu 2018 verði keyptar allt að 14 íbúðir til viðbótar við þær sem keyptar voru árið 2016 og nú 2017.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018.