Bæjarráð í umboði bæjastjórnar samþykkir framlagða skipulagslýsingu.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar fyrri bókun fulltrúa flokksins í Skipulags- og byggingarráði þann 20. júlí síðastliðinn sem hljóðar svo: "Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála þar sem byggingarleyfi og deiluskipulag vegna lóðarinnar Fornubúða 5 er fellt úr gildi er í samræmi við bókun bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um deiluskipulagsbreytiginguna fyrir lóðina bæjarstjórnarfundi 27. apríl, 2017. Í bókuninni er m.a. bent á að ef á að blanda hafnarstarfsemi við aðra starfsemi og íbúðabyggð ber að gera það með heildstæðum hætti og vanda til verka, ekki með einstaka deiliskipulagsbreytingum eftir óskum eigenda lóða á hafnarsvæðinu. Þá hefur verið bent á að viðbyggingin er ekki í samræmi við lýsingu sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiluskipulagi Flensborgarhafnar, en þar kemur fram að þarna eiga að vera lágreistar byggingar, sem falli að aðliggjandi byggð. Ef farið hefði verið eftir þessum ábendingum, þá hefði mátt komast hjá stöðvun framkvæmda og spara dýrmætan tíma. Einnig að vinna skipulagið í nánu samstarfi við íbúa og aðra hlutaðeigandi. "