Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1815
14. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.nóvember sl.
Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.
Ný lóðamörk vegna Sörlaskeiðs 13A, lóð fyrir Reiðhöll.
Samkvæmt nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir að íþróttasvæðið verði ein lóð, en áður var aðeins lóð utan um reiðhöllina. Lóðin breytist úr lóð Sörlaskeiðs 13A 7.582,4m² í 84.725,9m² skv. lóðarblaði sem er unnin eftir ný samþykktu deiliskipulagi.
Forsendur þessarar stækkunar eru að skilgreina eina stóra lóð umhverfis öll mannvirki á svæðinu þar með talin bílastæðin, keppnisvellina og allar byggingar.
Bæjarráð samþykkir breytta lóðarstærð og leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hestamannafélagsins Sörla.
Svar

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að lóðinni Sörlaskeið 13A verði úthlutað Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hestamannafélagsins Sörla.