Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson og ber upp eftirfarandi fyrirspurn:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Lóðin Skipalón 3 var úthlutað 2005. Ekkert hefur verið byggt á lóðinni og er lóðin mikill lýtir í annars snyrtilegu hverfi. Hafa íbúar á Skipalóni 1 og 5 kvartað yfir ástandi lóðarinnar um nokkurn tíma sbr. bréf þessa efnis.
Árið 2016 var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir byggingu 2ja hæða 6 íbúða kjarna sem íbúar á Skipalóni 1 og 5 hafa samþykkt. Þann 19. mars s.l. óskar lóðarhafi, Skipalón 7 ehf. eftir mánaðarfresti til að gera grein fyrir nýtingu lóðarinnar. Lóðarhafar hafa ekki enn lagt fram nein gögn þar að lútandi.
Í samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna byggingaframkvæmda segir í 8. gr.:
Afturköllun byggingarréttar og lóðarúthlutunar.? „Einnig fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi, án sérstakrar samþykktar bæjarstjórnar?.hafi uppdrættir af fyrirhuguðu mannvirki ekki borist byggingarfulltrúa til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun [2005]“. Því er spurt:
1. Hve langan viðbótarfrest hyggst bærinn veita núverandi lóðarhöfum til að hefja hefja undirbúning og síðan framkvæmdir við lóðina?
2. Hvers vegna hefur ekki verið gripið inn í fyrr vegna þess mikla dráttar sem orðið hefur á framkvæmdum við lóðina?
3. Hver verða næstu viðbrögð bæjarins í málinu?
Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kmeur til andsvars. Einnig Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug kmeur næsta að svohljóðandi bókun:
Þetta mál er gott dæmi um nauðsyn þess að Hafnarfjörður setji sér samningsmarkmið í skipulagsbreytingum í væntanlegri húsnæðisstefnu, sem meðal annars taki til heildarnýtingar og íbúasamsetningar reita á forræði einkaaðila sem koma til endurskipulagningar. Fyrir liggur þörf, sem mun vaxa á næstu árum og áratugum, á þjónustu fyrir eldri borgara nálægt Skipalónshverfinu, þar sem búsetuskilyrði er víða 50 á þessu svæði.
Skýr markmið af hálfu bæjarins við endurskipulag byggðar eru til þess fallin að afstýra misræmi af þessu tagi til framtíðar litið og skapa bænum aðstöðu til að tryggja viðeigandi þjónustu til íbúa.
Forseti ber upp tillögu að framkomnum fyrirspurnum verði vísað til skipulags- og byggingarráðs.