Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög.
Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:
"Bæjarfulltrúi Miðflokksins fagnar því sérstaklega að nú sé að sjást til lands í málum er varða þessa ófrágengnu lóð Skipalón 3.
Þann 5 nóvember 2018 lagði bæjarfulltrúi Miðflokksins fram fyrirspurn er varðar framtíð lóðarhafa með þessa lóð en viðkomandi lóðarhafi hefur haft lóðina til umráða á annan áratug án þess að hefja þar framkvæmdir. Sambærileg staða er reyndar með fleiri lóðir í Hafnarfirði. Því er það fagnaðarefni að tekist hafi að koma þessu máli í réttan farveg með viðeigandi samkomulagi. Það er stórt hagsmunamál íbúa að lóðir séu ekki á hendi lóðarhafa árum saman án þess að hefja framkvæmdir svosem skilmálar lóðarhafa segi til um."