Móbergsskarð 1, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal lóðar
Móbergsskarð 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1798
17. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.jan.sl. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20. desember s.l. afsal á 50% lóðarinnar nr. 1 við Móbergsskarð. Lóðarhafar 50% lóðar skyldu þá finna nýja meðbyggjendur og hefur það nú verið gert. Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum Móbergsskarðs 1 og tölvupóstur frá nýjum meðbyggjendum þar sem tilkynnt er um og óskað samþykkis á nýjum meðbyggjendum. Þá óska aðilar eftir að lóðarhafar 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 fái að afsala sér lóðinni og að lóðinni nr. 5 verði úthlutað til aðila.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur verði afturkölluð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 5 verði úthlutað til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur og til Dagbjarts Pálssonar og Þóru Sveinsdóttur.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur verði afturkölluð og að lóðinni Móbergsskarði 5 verði úthlutað til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur og til Dagbjarts Pálssonar og Þóru Sveinsdóttur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 225451 → skrá.is
Hnitnúmer: 10120456