Hraun vestur, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 664
4. desember, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. maí s.l. rammaskipulag Hraun - vesturs og vísaði því til áframhaldandi úrvinnslu. Áframhaldandi vinna tekin til umræðu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fá utanaðkomandi verkfræðistofu til að kostnaðargreina innviðauppbyggingu á Hraunum vestur í samræmi við rammaskipulag svæðisins.

Greinargerð:
Rammaskipulag Hraun vestur gerir ráð fyrir uppbyggingu á íbúðum, og þjónustu næstu 15-20 árin. Áætlað er að allt að 2500 íbúðir verði á svæðinu auk skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis. Allt þetta krefst endurnýjunar á lagna- og veitukerfi. Gert er ráð fyrir skóla og leikskólum, skoða þarf nýja göngu- og hjólaleið yfir eða undir Reykjavíkurveg ásamt endurgerð gatnakerfisins að hluta. Gera þarf samanburð á kostnaði vegna nýrra veitna í samræmi við rammaskipulagið annars vegar og endurnýjunar á þeim sem fyrir eru miðað við að óbreytt eða lítið breytt ástand húsa og lóða í hverfinu næstu árin og áratugina hins vegar. Því er lagt til að kostnaðargreina hlut Hafnarfjarðarbæjar vegna uppbyggingu á Hraunum vestur samkvæmt fyrirliggjandi rammaskipulagi.