Lækjargata 2, deiliskipulag
Lækjargata 2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3498
12. júlí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.júlí sl. Tekin fyrir á ný deiliskipulagsbreyting vegna lóðanna Lækjargata 2 og Suðurgata 7 sem hefur verið auglýst. Auglýsingatími var frá 09.05. til 20.06.2018. Athugasemdir bárust og eru lagðar fram. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi þann 26.06.s.l. að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09.07.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn skipulagsfullrúa dags. 9.7.2018 og deiliskipulagsbeytingu vegna lóðanna Lækjargata 2 og Suðurgata 7 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helga Ingólfsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Þær hugmyndir sem liggja til grundvallar deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðirnar Lækjargötu 2 og Suðurgötu 7 sýna að þau hús sem ráðgert er að þar rísi standa þéttar og eru meiri að umfangi en sú byggð sem fyrir er.
Í þeim lýsingum sem verkefninu voru settar bæði 2008 og 2013 kemur skýrt fram að vilji sé til að endurheimta fyrra yfirbragð byggðarinnar og áherslu ætti að leggja á að endurskapa byggingarstíl fyrri tíma. Húsin átti að fella að aðliggjandi byggð við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðaði form, efnisval og stærðarhlutföll svo þau yrðu eðlilegt framhald af þeirri byggð.
Þrátt fyrir að uppbygging á Dvergsreitnum sé fagnaðarefni er hins vegar ljóst að þær hugmyndir sem liggja fyrir falla ekki að þeim áformum sem fyrri lýsingar sögðu til um, sem er miður. Fjölmargar athugasemdir bárust frá íbúum sem ekki er tekið tillit til með þessari afgreiðslu.

Einnig eru ítrekaðar athugasemdir sem lagðar voru fram við liði 2 og 3 þar sem minnt er á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum t.d. varðandi leik- og grunnskóla.