Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaráði
Aðstaða í grunnskólum í Hafnarfirði er stórt áhyggjuefni hjá okkur í Ungmennaráðinu. Við fengum fjölda ábendinga um það á ungmennaþinginu að aðstaða fyrir ungmenni í flest öllum grunnskólum Hafnarfjarðar er mjög ábótavant. Mjög algengt er að setið er á gólfinu í frímínútum og þeir fáu sem sitja ekki á gólfinu sitja í gömlum slitnum sófum sem eru við það að detta í sundur. Það getur ekki verið mjög heilbrigt að sitja á hörðu gólfinu með engan stuðning fyrir bakið og svo er það ekki mjög þægilegt. Við skorum á því á ykkur að fara í grunnskólana og skoða hvernig er umhorfs í frímínútum og hádegishléum. Það mun ábyggilega koma ykkur á óvart og gaman er að segja frá því að, starfsmaður ungmennaráðs átti erindi inn í grunnskóla hér í Hafnarfirði og það kom honum mjög á óvart hvernig aðstaðan var. Við óskum því eftir því að þið endurskoðið aðstæður fyrir ungmenni í skólum bæjarins því öllum á að líða vel í skólanum.