Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaráði
Ein tillaga sem kom fram á Ungmennaþinginu var að hafa fjölbreyttari kennslu í skólanum. Að okkur verði kennt meira af því sem er nauðsynlegt fyrir okkur að vita í framtíðinni.
Flestir unglingar vinna og fá þar af leiðandi launaseðla. Það er mikilvægt að allir geti lesið á launaseðilinn, vita að við séum að fá rétt borgað. Þá þarf að skilja hvernig kjarasamingar virka og skattkerfið, eins og hvenær við byrjum að borga skatta og hversu mikið. Þetta eru hlutir sem nauðsynlegt er að vita. Ég tala af eigin reynslu þegar maður opnar launaseðilinn og þar eru fullt af liðum sem maður skilur ekki neitt í, t.d. stofn til staðgreiðslu eða persónuafslátt. Einnig er mikilvægt að allir viti réttindin sín, hvað við eigum rétt á, hvað við megum og megum ekki gera. Flest ungmenni upplifa þekkingarleysi ganvart fjármálum, réttindum og skyldum á atvinnumarkaði og því erum við að biðja um meiri fræðslu í skólum um þau mál.