Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaráði
Á Íslandi er nokkur bæjarfélög sem hafa tekið forystu hvað flokkun varðar. 10. bekkur í Öldutúnsskóla hefur áður sett fram á tillögu að plastflokkun aukist í Hafnarfjarðarbæ, þar sem jú plast er afar hættulegt fyrir lífríkið á jörðinni og náttúruna, þar sem plast fyrnist mjög hægt.
Mengun á jörðinni er mikil og eru margar ástæðurnar fyrir því. Ein ástæðan er að ekki er farið rétt með förgun rusls og efna. Við viljum að Hafnarfjarðarbær setji fram áætlun um hvernig við ungmennin og aðrir íbúar bæjarins getum hjálpað umhverfinu. Betri flokkun rusls væri t.d. góð leið til að byrja það. Hægt væri að byrja rólega t.d. með plastfokkunartunnum við hvert heimili eða í það minnsta grendargáma í hvert hverfi, fín staðsetning fyrir þá væri við skóla þess hverfis. Síðan væri hægt að bæta meira við, t.d. lífrænum úrgangi o.s.fr.
Ungmenni Hafnarfjarðar hafa talað og við viljum að Hafnarfjarðarbær byrji að flokka ruslið sitt almennilega. Því það er við og okkar börn og barnabörn sem sitjum uppi með jörðina einsog þið skiljið hana eftir. Hafnarfjarðarbær þarf að taka höndum saman og sýna ábyrgð til samfélagsins og jarðarinnar. Við þurfum öll að hjálpast að við að bæta umhverfið og byrja að flokka okkar rusl.