Ungmennaráð, tillaga, forvarnir og umhverfið
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1789
30. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaráði Við erum búin að ræða þetta málefni mikið þennan vetur og höfum komist að þeirri niðurstöðu að það vantar enn þá upp á nokkra hluti tengda þessu umræðu efni. Fyrsta mál á dagskrá er að það vantar fleiri ruslatunnur í Hafnarfjörð og þær ruslatunnur sem fyrir eru virðast vera auðvelt skotmark fyrir skemmdarverk í hugum ungmenna og því mætti hafa ruslafötur sem standa á jörðinni í stað þeirra sem hanga á staurum. Næsta mál eru fríir túrtappar og dömubindi þar sem þetta umræðuefni hefur verið mikið í samfélaginu og okkur finnst að í skólum og á almenningssalernum ættu eða vera frí dömubindi og túrtappar. Einnig hafa komið upp pælingar um fría smokka eða smokka sjálfsala á almenningssalernum. Þar sem ungmenni eru líklegri til að nota smokka ef hægt er að kaupa þá án auglitis annarra og mikillar fyrirhafnar. Seinasta málefnir er forvarnarfræðla þar sem hún virðist vera misjöfn milli skóla og í sumum skólum er lítil sem enginn fræðsla um ákveðin málefni svo sem fíkniefni, kynlíf, kvíða og þunglyndi.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.