Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1801
28. febrúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.febr. sl. Lögð fram beiðni Péturs Ólafssonar bygg.verktakar ehf um að lóðarúthlutun til félagsins vegna lóðanna Vikurskarðs 5 og Móbergsskarðs 14 og 16 verði afturkölluð þar sem viðskiptabanki félagsins synjar félaginu um lánafyrirgreiðslu að svo stöddu vegna framkvæmda á framgreindum lóðum.
Lögð fram beiðni JT Verk ehf um að lóðarúthlutun til félagsins vegna lóðarinnar Bjargskarðs 3 verði afturkölluð þar sem viðskiptabanki félagsins synjar félaginu um lánfyrirgreiðslu vegna verkefnisins.
Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 10:10.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðanna Vikurskarðs 5 og Móbergsskarðs 14 og 16 til Péturs Ólafssonar bygg.verktaka ehf verði afturkölluð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Bjargsskarðs 3 til JT Verk ehf verði afturkölluð.
Svar

Samþykkt samhljóða að úthlutun umræddra lóða verði afturkallaðar.