Fimleikafélag Hafnarfjarðar, knatthús, Kaplakriki eignaskiptasamningur, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3472
21. september, 2017
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram
Svar

Bæjarráð samþykkir að fela vinnuhópi ráðsins að fara yfir erindið og móta tillögu að svari sem felur í sér grundvöll að viðunandi lausn á þeim aðstöðuvanda sem er til staðar meðal iðkenda knattspyrnu hjá íþróttafélögunum í Hafnarfirði. Skal vinnuhópurinn leggja til grundvallar tillögu sinni erindi Fimleikafélagsins FH, þær hugmyndir sem þar koma fram um samstarf og greinargerð íþróttafulltrúa um aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði og sem lögð var fram í ráðinu þann 18. maí sl.

Forgangsröðun ÍBH skal einnig vera til grundvallar vinnu vinnuhópsins.

Í vinnuhópinn skal bæjarráð skipa einn bæjarráðsfulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki og skal hópurinn skila tillögu sinni fyrir fund bæjarráðs sem haldinn verður þann 12. október næstkomandi. Í framhaldinu verður það hlutverk bæjarráðs og bæjarstjórnar að taka endanlega afstöðu til þess hvort verkefnið rúmast innan þess ramma sem gerð fjárhagsáætlunar markar.

Eftirtaldir eru skipaðir í hópinn:

Kristinn Andersen
Einar Birkir Einarsson
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir