Hellisgerði 100 ára
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1806
23. maí, 2018
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.maí sl. Lagðar fram tillögur starfshóps um endurbætur á Hellisgerði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að vinna við heildarskipulagningu garðsins fari af stað og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna málið áfram.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir, einnig Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða svohljóðandi bókun:

Bæjarstjórn tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs að stefna beri að heildar endurskipulagningu Hellisgerði samkvæmt áfangaskýrslu starfshóps um endurbætur á Hellisgerði sem lögð var fram á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 16. Maí 2018. Verkefninu verði áfangaskipt á næstu 5 ár og lokið fyrir 100 ára afmæli Hellisgerði árið 2023.