1. forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Kristinn Andersen tekur til máls og tekur svo við fundarstjórn á ný.
Fyrirliggjandi Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar eru samþykktar með 8 greiddum atkvæðum, en 3 bæjarfulltrúar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun varðandi fundartíma bæjarstjórnar sem lagður er til í fyrirliggjandi drögum að samþykktum.
Starf sveitarstjórnarfulltrúa er ekki talið fullt starf hjá neinu sveitarfélagi nema Reykjavíkurborg. Af þessum sökum eru fundartímar sveitarstjórna almennt utan hefðbundins dagvinnutíma nema í Reykjavík. Viðmiðunarlaunatafla sem gefin var út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í júní 2016 staðfestir þetta en í henni er lagt til að þóknun til sveitarstjórnarmanna í sveitarfélagi sem hefur íbúafjölda 15.000-50.000 sé á bilinu 24,25%-28,74% af þingfararkaupi. Þar er því ekki gert ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða.
Æskilegt er að kjörnir fulltrúar komi úr sem flestum stéttum og þjóðfélagshópum. Augljóslega hentar ekki sami fundartími öllum. Engu að síður virðist almenn sátt í sveitarfélögum landsins um að miðað skuli við að fundir sveitarstjórna séu haldnir utan hefðbundins dagvinnutíma. Að sömu niðurstöðu komst starfshópur skipaður þvert á alla flokka sem starfaði á seinasta kjörtímabili. Á meðan ekki hafa verið gerðar aðrar breytingar á störfum kjörinna fulltrúa teljum við eðlilegt að Hafnarfjarðarkaupstaður fari sömu leið og önnur sveitarfélög varðandi fundartíma bæjarstjórnar sem verði síðdegis.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Jón Ingi Hákonarson
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.