Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1817
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
9. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 28.nóv. sl. 2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 26.nóvember sl. Til afgreiðslu
Forsetanefnd samþykkir að vísa drögum að breytingum á Samþykktum um stjórn sveitarfélagsins til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun varðandi fundartíma bæjarstjórnar sem lagður er til í fyrirliggjandi drögum að samþykktum.
Starf sveitarstjórnarfulltrúa er ekki talið fullt starf hjá neinu sveitarfélagi nema Reykjavíkurborg. Af þessum sökum eru fundartímar sveitarstjórna almennt utan dagvinnutíma nema í Reykjavík. Viðmiðunarlaunatafla sem gefin var út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í júní 2016 staðfestir þetta en í henni er lagt til að þóknun til sveitarstjórnarmanna í sveitarfélagi sem hefur íbúafjölda 15.000-50.000 sé á bilinu 24,25%-28,74% af þingfararkaupi. Þar er því ekki gert ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða. Það er mikilvægt að sem flestir geti boðið sig fram til setu í sveitarstjórn en geti jafnframt sinnt sinni atvinnu, kjósi þeir svo. Fundartími bæjarstjórnar getur ekki miðast við þá fulltrúa sem hafa ákveðið að segja sig frá öðrum störfum. Við sem einstaklingar getum ekki leyft okkur að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum heldur eigum að hugsa um hagsmuni heildarinnar. Við styðjum það að fundartími bæjarstjórnar verði seinnipart, kl. 16 eða 17, eins og starfshópur sem starfaði á seinasta kjörtímabili náði þverpólitískri samstöðu um.
Adda María Jóhannsdóttir Jón Ingi Hákonarson
1. varaforseti Guðlaug Kritjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur Kristinn Andersen. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.
Kristinn Andersen tekur aftur við fundarstjórn.
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Ólafur Ingi svarar andsvari.
Helga Ingólfsdóttir tekur næst til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu til forsetanefndar, að drögum að Samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar verði breytt þannig milli umræða að fundartími bæjarstjórnar verði kl. 16 í stað kl. 14 líkt og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum.
Næst tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Einnig tekur til máls Stefán Már Gunnlaugsson. Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.
Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi kl. 19:21 og í hennar stað mætir Lovísa Björg Traustadóttir.
Helga Ingólfsdottir kemur næst til andsvars við ræðu Sigurðar sem svarar næst andsvari. Helga kemur til andsvars öðru sinni. Þá svarar Sigurður andsvari öðru sinni.
Næst til máls tekur Kristín Thoroddsen.
Forseti ber upp tillögu um að vísa málinu til forsetanefndar og svo síðari umræðu og að hún fari fram á fundi bæjarstjórnar þann 12. desember nk. Er tillagan samþykkt með 9 atkvæðum og tveir sátu hjá.
Svar

1. forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Kristinn Andersen tekur til máls og tekur svo við fundarstjórn á ný.

Fyrirliggjandi Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar eru samþykktar með 8 greiddum atkvæðum, en 3 bæjarfulltrúar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun varðandi fundartíma bæjarstjórnar sem lagður er til í fyrirliggjandi drögum að samþykktum.
Starf sveitarstjórnarfulltrúa er ekki talið fullt starf hjá neinu sveitarfélagi nema Reykjavíkurborg. Af þessum sökum eru fundartímar sveitarstjórna almennt utan hefðbundins dagvinnutíma nema í Reykjavík. Viðmiðunarlaunatafla sem gefin var út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í júní 2016 staðfestir þetta en í henni er lagt til að þóknun til sveitarstjórnarmanna í sveitarfélagi sem hefur íbúafjölda 15.000-50.000 sé á bilinu 24,25%-28,74% af þingfararkaupi. Þar er því ekki gert ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða.
Æskilegt er að kjörnir fulltrúar komi úr sem flestum stéttum og þjóðfélagshópum. Augljóslega hentar ekki sami fundartími öllum. Engu að síður virðist almenn sátt í sveitarfélögum landsins um að miðað skuli við að fundir sveitarstjórna séu haldnir utan hefðbundins dagvinnutíma. Að sömu niðurstöðu komst starfshópur skipaður þvert á alla flokka sem starfaði á seinasta kjörtímabili. Á meðan ekki hafa verið gerðar aðrar breytingar á störfum kjörinna fulltrúa teljum við eðlilegt að Hafnarfjarðarkaupstaður fari sömu leið og önnur sveitarfélög varðandi fundartíma bæjarstjórnar sem verði síðdegis.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Jón Ingi Hákonarson

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.