1. varaforseti Guðlaug Kritjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur Kristinn Andersen. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.
Kristinn Andersen tekur aftur við fundarstjórn.
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Ólafur Ingi svarar andsvari.
Helga Ingólfsdóttir tekur næst til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu til forsetanefndar, að drögum að Samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar verði breytt þannig milli umræða að fundartími bæjarstjórnar verði kl. 16 í stað kl. 14 líkt og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum.
Næst tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Einnig tekur til máls Stefán Már Gunnlaugsson. Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.
Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi kl. 19:21 og í hennar stað mætir Lovísa Björg Traustadóttir.
Helga Ingólfsdottir kemur næst til andsvars við ræðu Sigurðar sem svarar næst andsvari. Helga kemur til andsvars öðru sinni. Þá svarar Sigurður andsvari öðru sinni.
Næst til máls tekur Kristín Thoroddsen.
Forseti ber upp tillögu um að vísa málinu til forsetanefndar og svo síðari umræðu og að hún fari fram á fundi bæjarstjórnar þann 12. desember nk. Er tillagan samþykkt með 9 atkvæðum og tveir sátu hjá.