Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.
Gunnar Axel Axelsson tekur til máls. 1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari öðru sinni.
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tekur til máls. Gunnar Axel Axelsson kemur að andsvari.
Fundarhlé gert kl. 17:52.
Fundi fram haldið kl. 18:05
Rósa Guðbjartsdóttir tekur tíl máls og leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um hækkun á afslætti á fasteignasköttum elli- og örorkulífeyrisþega verði samþykktar og taki gildi frá og með 1. janúar 2018. Þannig samþykkt verði afgreiðslunni vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Beytingartillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 11 greinddum atkvæðum.
Gunnar Axel Axelsson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi bókun f.h. Samfylkingar og Vinstri Grænna.
Fulltrúar Samfylkingar og VG samþykkja fyrirliggjandi tillögu og fagna hækkun tekjuviðmiðanna. Leggjum við jafnframt fram ósk um að bæjarstjóra verði falið að útbúa greiningu á áhrifum breytinga á viðmiðunum, meðal annars með tilliti til þess hversu margir munu njóta þeirra í formi aukins afsláttar og hvernig dreifing er milli tekjuhópa, einstaklinga og hjóna, borið saman við gildandi viðmið. Þar sem fyrir liggur að tekjur aldraðra kvenna eru að jafnaði fjórðungi lægri en tekjur karla á sama aldri leggjum við einnig til að í reglurnar verði rýndar með tilliti til kyns. Mikilvægt er að sú greining liggi fyrir tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar svo hún þjóni tilgangi sínum og geti nýst til að gera enn frekari breytingar á reglunum ef niðurstöður hennar gefa tilefni til þess.
Gunnar Axel Axelsson
Adda María Jóhannsdóttir
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
Margrét Gauja Magnúsdóttir