Samningur við ÍBH um eflingu íþróttastarfs fyrir yngri en 18 ára
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1797
20. desember, 2017
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 13.des.sl. Samningur Hafnarfjarðarbæjar, ÍBH og Rio Tinto á Íslandi um eflingu íþróttastarfs yngri en 18 ára iðkenda íþróttafélaganna í Hafnarfirði lagður fram til afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum og tveir sitja hjá. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdótttir. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars og Guðlaug Svala svarar andsvari.

Forseti Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Kristín María Thoroddsen víkur af fundi kl. 18:30.

Fundarhlé kl. 18.30.

Fundi framhaldið kl. 19:52.

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samning og að í samræmi við leiðbeinandi reglur Umboðsmanns barna og Talsmanns neytenda um að vernda eigi börn fyrir auglýsingum og annarri markaðssókn verði óheimilt að semja um merkingar á keppnisstöðum og íþróttabúningum barna og unglinga á grundvelli samningsins.