Birkihvammi 3 ,P-skilti
Síðast Synjað á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 678
11. október, 2017
Synjað
Fyrirspurn
Guðrún Helga sækir 06.10.17 um merkingu á stæði fyrir hreyfihamlaða sjá meðfylgjandi gögn.
Svar

Erindinu synjað. Deiliskipulagið gerir ekki ráð fyrir sérmerktum bílastæðum í götu. Nú þegar er bílastæði á lóð. Sk. umferðarlögum 50/1987 28. gr. lið b. skulu skulu íbúar ávallt eiga greiðan aðgang að sínu stæði á lóð. Þar segir: "Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því: liður b. þar sem ekið er að eða frá húsi eða lóð eða þannig að torveldi akstur þangað eða þaðan."
Nú þegar er hluti götunnar tileinkaður Birkihvammi 3 sk. umferðarlögum 50/1987 þar sem eigendur/íbúar hafa skilyrðislausan rétt til að aka til og frá stæði sínu og takmarkar það um leið rétt annarra til hagnýtingar á stæði við götu.