Arnarhraun 50, búsetukjarni fyrir fatlað fólk, húsnæðissjálfseignarstofnun
Arnarhraun 50
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1796
6. desember, 2017
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30.nóv. sl. Lagðar fram undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð frá 30. október 2017 um húsnæðissjálfseignarstofnunina Arnarhraun 50, íbúðafélag hses til staðfestingar.
Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti til fundarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framliggjandi undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð, dags. 30. október 2017, um húsnæðissjálfseignarstofnunina Arnarhraun 50 íbúðafélag hses. og þar með samþykkja stofnun þess.
Svar

Forseti ber upp tillögu að breytingu á orðalagi samþykktar bæjarráðs þannig að við tillöguna bætist eftirfarandi setning:

„Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að þeir sem undirrita skjölin hafa umboð bæjarstjórnar til þess“.

Er breytingartillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Tillagan verður þá svohljóðandi með breytingu:

„Bæjarstjórn staðfestir framliggjandi undirritaðar samþykktir og stofnfundargerð, dags. 30. október 2017, um húsnæðissjálfseignarstofnunina Arnarhraun 50 íbúðafélag hses. og þar með að samþykkja stofnun þess. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að þeir sem undirrita skjölin hafa umboð bæjarstjórnar til þess.“

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum svo breytta tillögu.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 217342 → skrá.is
Hnitnúmer: 10111778