Knatthús í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 642
9. febrúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 28.11.2018 óskuðu fulltrúar Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar eftir umræðu um staðsetningu knatthúsa í Hafnarfirði. Afgreiðslu erindisins var frestað með vísan til þess að lögð yrði fram tillaga að verkefnalýsingu af hálfu fulltrúum Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um deiliskipulagsforsendur fyrir nýju knatthúsi í Kaplakrika.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vísar til bókunar sinnar 28.11. s.l.