Knatthús í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 637
28. nóvember, 2017
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar óska eftir umræðu um staðsetningu knatthúsa í Hafnarfirði.
Svar

Afgreiðslu frestað.

Fulltrúar Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG óska eftir því að fenginn verður óháður aðili, óháðra skipulagsfræðinga, sem mun koma með að lágmarki 3 staðsetningar innan bæjarmarkanna (íþróttavellir bæjarins eru hér undir) . Tillaga að verkefnalýsingu verður lögð fram að hálfu fulltrúar Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG á næsta fundi.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks bendir á að í uppbyggingu fyrir knattspyrnu í Hafnarfirði hafi bæjarráð stofnað starfshóp úr öllum stjórnmálaflokkum í bæjarstjórn sem vann góða úttekt á möguleikunum fyrir knattspyrnuiðkun og skilaði af sér niðurstöðum. Í niðurstöðunni segir m.a.
„Starfshópurinn telur heppilegast að möguleg bygging knatthús ætti að vera á íþróttasvæðum Hauka eða FH. Á íþróttasvæðum FH og Hauka er öll önnur aðstaða sem þarf til staðar utan vallarins sjálfs eins og búnings- og sturtuklefar, bílastæði og stjórnunaraðstaða, svo ekki sé minnst á starfsmenn. Sé byggt annarstaðar þarf að hafa allt slíkt inni í byggingarkostnaðinum og jafnframt yrði rekstur dýrari.“