Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.desember sl.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9. janúar 2018 lagði skógræktarfélag Hafnarfjarðar fram fyrirspurn um að breyta deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða þar sem óskað var eftir stækkun og fjölgun byggingarreita fyrir hús og gróðurhús. Tók skipulags- og byggingarráð jákvætt í erindið. Lögð fram tillaga Batterísins að breytingu á deiliskipulagi dags. 10. desember 2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.