Búsetukjarnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1864
17. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febrúar sl. Bæjarráð samþykkti þann 14.3.2020 að í stað byggingar leikvallar/leikskóla á lóðinni yrði byggður búsetukjarni fyrir fatlað fólk og vísaði til afgreiðslu umhverfis- og skipulagssviðs. Fjölskylduráð óskaði eftir lóðinni fyrir búsetukjarna þann 14.9.2018. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 6.10.2020 að vinna áfram að málinu. Lögð fram tillaga að skipulagsferli.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og visar fyrirliggjandi aðlaskipulagsbreytingu í bæjarstjórn til samþykktar.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk.