Kaplakriki, framkvæmdir
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3501
30. ágúst, 2018
Annað
Fyrirspurn
Skipan í starfshóp.
Svar

Umræður um fyrirhugaðar framkvæmdir við knatthús í Kaplakrika.

Guðlaug Kristjánsdóttir fyrir hönd Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í rammasamkomulagi um uppbyggingu á Kaplakrika segir:
"Í stað þess að Hafnarfjarðarkaupstaður byggi, eigi og reki áðurefnt mannvirki hefur verið ákveðið að FH geri það. Með því móti náist hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika."
Í erindisbréfi Kaplakrikahóps stendur meðal annars:
"Þá skal hópurinn jafnframt hafa fjárhagslegt eftirlit með framkvæmd við byggingu nýs knatthús og gera afnota- og rekstrasamning vegna hússins."
Í ljósi misræmis milli skjala um ákvæði er lúta að rekstri hins nýja húss, er óskað svara við því hver stefnan sé í málinu, hvort til standi að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri hússins, þrátt fyrir skilyrðin í rammasamkomulagi um að FH muni byggja, eiga og reka húsið.

Einnig leggur Guðlaug fram svohljóðandi fyrirspurn fyrir hönd sömu aðila:

"Formaður knattspyrnudeildar FH sagði nýlega í viðtali í Fréttablaðinu að skoðun félagsins væri sú að greiðslur frá bænum upp á 790 milljónir væru bara byrjunin á eignaskiptum í Kaplakrika og að samkvæmt þeirra skilningi væri von á tvöfaldri þeirri upphæð þegar upp yrði staðið úr eignaskiptaviðræðum. Hver er sýn meirihluta bæjarstjórnar á þessi ummæli?"

Einnig leggur Guðlaug fram svohljóðandi fyrirspurnir:

Óskað er eftir upplýsingum um það hvenær nákvæmlega (dagsetning) 100 milljónir króna voru greiddar til Fimleikafélags Hafnarfjarðar, hver var viðtakandi greiðslunnar, í hvað féð var notað.
Var þetta hluti af kaupverði húss? Hvar er þá sá kaupsamningur?

Óskað er eftir fundargerðum Kaplakrikahópsins.

Einnig er spurt hvernig stendur á því að endurskoðandi bæjarins er orðinn hluti af framkvæmdavaldi bæjarins? Hver á að endurskoða þessa gjörninga?
Því hefur verið borið við að millifærslan hafi verið samþykkt á fundi Kaplakrikahóps, en í erindisbréfi hópsins stendur:
„Starfshópnum er óheimilt að stofna til kostnaðar án samþykkis bæjarráðs og fjárheimildir skulu vera fyrir útgjöldum.“
Hvernig stenst sú framkvæmd að greiða 100 milljónir til FH án viðauka og án samþykkis bæjarráðs?