Kaplakriki, framkvæmdir
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3504
9. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram fundargerðir Kaplakrikahóps frá 25. sept. og 2. okt. og svar við fyrirspurn frá 25. sept.sl.
Svar

Bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur:

Undirrituð þakkar framlagningu þeirra gagna sem óskað var eftir á seinasta fundi. Varðandi svör við birtingu fundargerða óskast bókað: Skrifleg svör hafa ekki verið lögð fram varðandi það hvers vegna fundargerðir Kaplakrikahóps biðu birtingar og samþykkis bæjarráðs um margra vikna skeið. Frá því að fyrsti fundur var haldinn liðu sex vikur þar til fundargerðin var birt í bæjarráði. Það er einkum markvert fyrir þær sakir að strax á þeim fundi var samþykkt 100 milljón króna greiðsla úr bæjarsjóði í verkefnið. Minnt er á að Kaplakrikahópurinn er starfshópur sem enginn bæjarfulltrúi á sæti í og getur því ekki haft ráðstöfunarrétt á bæjarstjóði, enda heyrir hann samkvæmt erindisbréfi undir Bæjarráð.

Adda María Jóhannsdóttir