Undirhlíðanáma, kvikmyndataka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 690
10. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
Rannveig Jónsdóttir hjá Rvk. studios óskar með tölvupósti 3.1. 2018 eftir leyfi til þess að taka upp atriði í Undirhlíðanámu vegna sjónvarpsseríunnar Ófærðar. Starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis liggur fyrir vegna vatnsverndarsjónarmiða og jákvæð umsögn Umhverfisstofnunnar þar sem náman er innan Reykjanesfólkvangs.
Svar

Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Náman er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd og verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á því að svæðið er á vatnsverndarsvæði og ekki skal stofna öryggi vatnsverndar í hættu. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að verða vegna þessarar kvikmyndagerðar. Skilyrt er að leikmynd og annar útbúnaður sem notast skal við tökunar, verði fjarlægður að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.