Bæjarfulltrúi Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 15. otkóber s.l. 3. tl.
Bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen tekur ti máls undir fundargerð fræðsluráðs frá 10. október s.l. 2. tl. Undir sömu fundargerð sama tölulið tekur til máls bæjarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson. Til andsvars við ræðu Birgis kemur bæjarfulltrúi Ágúst Bjarni Garðarsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs 5. tl. og 1. tl. Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson undir sömu fundargerð 5. tl. Til andsvars við ræðu Ólafs Inga kemur bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 10. október s.l. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir um sömu fundargerð.
Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar gera athugasemd við fundargerð Fræðsluráðs frá 10. október sl. Á þeim fundi óskaði fulltrúi Samfylkingarinnar skýringa á því hvers vegna því var hafnað að taka mál á dagskrá fundarins sem formlega hafði verið óskað eftir. Förum við hér með fram á að bókunin fái sitt eigið málsnúmer í fundargerð. Þar sem ekki var vilji til að setja málið sjálft, leikskólamál í Suðurbæ, á dagskrá væri hægt að setja bókunina undir málsheitið „Fyrirspurnir“ því sannarlega er um formlega fyrirspurn að ræða sem svara þarf á næsta fundi ráðsins.
Adda María Jóhannsdóttir
Sigrún Sverrisdóttir"