Suðurnesjalína 2, valkostagreining og mat á umhverfisáhrifum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 706
19. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar vegna Suðurnesjalínu 2.
Svar

Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 gerir ráð fyrir að Suðurnesjalína 2 tengist frá Hamranesi að tengivirki í Hrauntungum. Hluti leiðarinnar næst byggð verður lagður í jarðstreng eða alls 2.290 m. Frá Hrauntungum er gert ráð fyrir að Suðurnesjalína 2 fari í loftlínum um þegar raskað hraun að hluta. Jarðstrengur frá Hrauntungum að sveitarfélaginu Vogum mun valda mikilli röskun á hrauni og fara yfir fornminjar á þeirri leið. Raforkuöryggi í Hafnarfirði er nokkuð gott óháð Suðurnesjalínu 2 fyrir utan að bilun á Suðurnesjalínu 1 getur mögulega valdið útleysingum á höfuðborgarsvæðinu. Fari svo að MF1 (lína á milli Rauðamels og Fitja) bili getur það valdið yfirlestun með útslætti og rafmagnsleysi m.a. í Hafnarfirði. Með tilkomu Suðurnesjalínu 2 verður raforkuöryggi Hafnfirðinga bætt hvað það varðar. Samkvæmt upplýsingum Landsnets getur orðið kerfishrun á Suðurnesjum við bilun á Suðurnesjalínu 1. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs bendir á að undirbúningur fyrir Suðurnesjalínu 2 hófst árið 2006 og nú 14 árum síðar er staða línunnar á byrjunarreit. Einnig má benda á samkomulag á milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Landsnets um niðurrif Hamraneslínu, nýja Lyklafellslínu og flutnings á Ísallínum fjær byggð. Samkvæmt samkomulaginu væri ný Lyklafellslína komin í notkun, búið væri að fjarlægja Hamraneslínu frá Hamranesi að Sandsskeiði og færa Ísallínur ef ekki hefði komið til kæru á framkvæmdarleyfi frá Hraunavinum og Nátt¬úru¬vernd¬ar¬sam¬tök Suðvest¬ur¬lands. Benda má á að aðaskipulag allra sveitarfélaga sem Lykklafellslína og Suðurnesjalína 2 liggja um hafa verið samþykkt með þeim línum. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs skorar á stjórnvöld að tryggja raforkuöryggi með hagsmuni íbúa og fyrirtækja að leiðarljósi. Flókið og erfitt regluverk einkennir þennan málaflokk.