Þjóðlendur, stofnun fasteigna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 644
6. mars, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Með bréfum dags. 31. desember 2017 sækir forsætisráðuneytið um stofnun tveggja fasteigna (þjóðlendna), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001. Fyrri fasteignin er landsvæði sem ber heitið Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands og seinni fasteignin ber heitið Afréttur Álftaneshrepps hins forna, báðar fasteignir eru þjóðlendur samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004, dags. 31. maí 2006 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 768/2009, dags. 11. nóvember 2010. Um þjóðlendurnar fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Umræddar þjóðlendur eru innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011, dags. 20. júní 2014 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 862/2016, dags. 16. nóvember 2017. Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands er þjóðlenda: Frá Markargili í Undirhlíðum er farið norðaustur að Hæstaholti í Dauðadölum. Þaðan er dregin lína til suðurs með því að tekin er stefna af Húsfelli og þeirri stefnu fylgt frá framangreindu Hæstaholti á Dauðadölum að skurðarpunkti við dæmd norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur til vesturs að fyrrnefndu Markargili í Undirhlíðum.
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Afréttur Álftaneshrepps hins forna er þjóðlenda og afréttur jarða í Álftaneshreppi hinum forna, nú Garðabæ, Hafnarfirði og sveitarfélaginu Álftanesi: Frá Húsfelli er dregin lína suðaustur í Þríhnjúka og þaðan í Bláfjallahorn. Frá Bláfjallahorni vestur í Litla-Kóngsfell og þaðan í norðaustur í átt að Stóra-Kóngsfelli þar til norðurmörk Krýsuvíkur skera línuna. Þaðan ráða dæmd norðurmörk Krýsuvíkur þar til komið er að skurðarpunkti við línu sem liggur frá Húsfelli með stefnu yfir Hæstaholt á Dauðadölum. Frá þeim skurðarpunkti er þeirri línu síðan fylgt í áðurnefnt Húsfell.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi forsætisráðuneytisins og leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
'Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn forsætisráðuneytisins um stofnun tveggja fasteigna (þjóðlenda) og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að annast stofnun þeirra.“