Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:
"Í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í íslensku samfélagi síðustu daga varðandi kynbundið ofbeldi ítrekar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þessa bókun og brýnir fyrir öllum íþróttafélögum sem starfa á vegum og hljóta styrki frá sveitarfélaginu að starfa eftir þeim skilyrðum sem bæjarstjórn setti fram með bókuninni frá 17. janúar 2018. Með þessari brýningu í dag vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar koma því skýrt fram að ofbeldismenning í starfi með börnum og ungmennum verði ekki liðin."
Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og Adda María kemur til andsvars. Ágúst Bjarni svarar á andsvari og Adda María kemur að andsvari öðru sinni.
Forseti ber næst upp til afgreiðslu framangreinda bókun og er hún samþykkt samhljóða.