Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristínardóttir. Næstur tekur til máls Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Gunnar Axel svarar andsvari.
1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.
Forseti Guðlaug Svala tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Helga Ingólfsdóttir tekur næst til máls svo Adda María Jóhannsdóttir.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsóttir.
Elva Dögg Ásudóttir les upp tillögu að sameiginlegri bókun bæjarstjórnar sem er svohljóðandi:
"Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Hafnarfjarðarbær styrkir eða gerir samninga við sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum sínum og jafnréttislögum í starfi sínu og aðgerðaráætlun sé skýr. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Hafnarfjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum ofangreinda bókun.