Starfshópur um Ásvelli 2018
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3494
17. maí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Knattspyrnufélagsins Hauka.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu með áorðnum breytingum.


Guðlaug Kristjánsdóttir, óháður bæjarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi bókun:

Skjól fyrir knattspyrnuiðkun barna á Ásvöllum er þarft verkefni hvort sem horft er til skipulags, umferðar, umhverfis, lýðheilsu eða fjölskylduvænna þátta. Samþykki mitt á forgangsröðun ÍBH sem grundvelli fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum byggir á því að sú tímaáætlun sem henni fylgdi gangi eftir, meðal annars hvað byggingu knatthúss á Ásvöllum varðar. Mikilvægt er að uppbygging íþróttamannvirkja sé unnin á ábyrgan hátt í samvinnu bæjaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar í heild.


Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Í ljósi þess að aðeins eru nokkrir dagar til kosninga er gerð alvarleg athugasemd við framlagningu yfirlýsingar af þessu tagi af hálfu meirihluta. Að ætla að koma núna fram þegar nokkrir dagar eru eftir af kjörtímabilinu og samþykkja viljayfirlýsingu þar sem fram koma loforð fram í tímann, sem engin innistæða er fyrir finnst mér einfaldlega vera pólitík sem ég get ekki tekið þátt í og virðist ekki hafa annan tilgang en að stilla fólki upp sem annaðhvort fylgjendur eða andstæðingar uppbyggingar í íþróttamálum. Ég tel að fjárhagur sveitarfélagsins ráði ekki við byggingar á tveimur knatthúsum á sama tíma án þess að taka fyrir framkvæmdunum lán. Hér er ekki um annað að ræða en innantóm loforð enda ekkert í hendi með úrslit kosninga.


Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

Langtímafjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir tiltekinni upphæð til uppbyggingar íþróttamannvirkja á grunni forgangsröðunar ÍBH. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar hafa óskað eftir faglegri umsögn og greinargóðum upplýsingum um fjárhagslegar forsendur þessara verkefna í samræmi við fyrirspurnir sem lagðar voru fram á fundinum. Mikilvægt er að uppbygging íþróttamannvirkja sé unnin á ábyrgan hátt og forsendur sem gefnar eru í fjárhagsáætlun haldi.

Bókanir og gagnbókanir
  • Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
    Í ljósi þess að aðeins eru nokkrir dagar til kosninga er gerð alvarleg athugasemd við framlagningu yfirlýsingar af þessu tagi af hálfu meirihluta. Að ætla að koma núna fram þegar nokkrir dagar eru eftir af kjörtímabilinu og samþykkja viljayfirlýsingu þar sem fram koma loforð fram í tímann, sem engin innistæða er fyrir finnst mér einfaldlega vera pólitík sem ég get ekki tekið þátt í og virðist ekki hafa annan tilgang en að stilla fólki upp sem annaðhvort fylgjendur eða andstæðingar uppbyggingar í íþróttamálum. Ég tel að fjárhagur sveitarfélagsins ráði ekki við byggingar á tveimur knatthúsum á sama tíma án þess að taka fyrir framkvæmdunum lán. Hér er ekki um annað að ræða en innantóm loforð enda ekkert í hendi með úrslit kosninga.
  • Samfylking
    Langtímafjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir tiltekinni upphæð til uppbyggingar íþróttamannvirkja á grunni forgangsröðunar ÍBH. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar hafa óskað eftir faglegri umsögn og greinargóðum upplýsingum um fjárhagslegar forsendur þessara verkefna í samræmi við fyrirspurnir sem lagðar voru fram á fundinum. Mikilvægt er að uppbygging íþróttamannvirkja sé unnin á ábyrgan hátt og forsendur sem gefnar eru í fjárhagsáætlun haldi.