Strætó bs, lántökuheimild
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1800
14. febrúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð bæjarráðs 8. febrúar s.l. Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Strætó bs, dags. 26.jan. sl.þar sem óskað er eftir lántökuheimild til að ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. kt. 500501-3160 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.100.000.000 kr. til allt að 35 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Hafnarfjarðarkaupstaður veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ljúka uppgjöri Strætó bs. við Brú lífeyrissjóð sem gert er vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997, sbr. lög nr.127/2016. Hafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Strætó bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Hafnarfjarðarkaupstaður selji eignarhlut í Strætó bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjarðarkaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni bæjarstjóra, kennitala 170852-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. Samþykkt þessi er með fyrirvara um að öll önnur sveitarfélög sem eiga Strætó bs. samþykki einfalda ábyrgð vegna ofangreindrar lántöku.
Svar

Er fyrirliggjandi bókun bæjarráðs samþykkt með 10 greiddum atkvæðum og einni hjásetu.