Ingi Tómason tekur til máls.
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.
Einnig tekur Ingi Tómasson til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson. Ingi svarar andsvari og Jón Ingi kemur til andsvars öðru sinni.
Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum meirihluta og miðflokksins en fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar greiða atkvæði á móti.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Bæjarlista, Viðreisnar og Samfylkingar taka undir bókun fulltrúa flokkanna í Skipulags- og byggingarráði.
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir
Jón Ingi Hákonarson
Friðþjófur Helgi Karlsson
Sigrún Sverrisdóttir
Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Meirihlutinn leggur áfram áherslu á að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur einnig vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar. Að þessu sögðu teljum við rétt og mikilvægt að brugðist verði við minniháttar leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.