Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1846
29. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.apríl sl. Lögð fram aðalskipulagsbreyting og greinargerð vegna landnotkunarbreytingu reits ÍB2 í M4. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var samþykkt á fundi ráðsins þann 31.jan s.l.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingar Hraun-Vestur gjótur reitur ÍB2/M4 og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka: Aðalskipulagsbreytingin opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Nýting landsvæðisins sem liggur að fyrirhuguðum samgönguás Borgarlínu verður betri með auknu byggingarmagni og þéttingu byggðar. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulags og fyrirhuguðum bættum almenningssamgöngum. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum.
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin eins og þau höfðu verið unnin í góðri sátt eftir vandað ferli með samkeppni, kynningarferli og vinnslu rammaskipulags sem skipulags og byggingarráð samþykkti. Fyrirliggjandi tillaga er hluti af ferli þar sem vikið var frá því ferli á einni lóð án tillits til afleiðinga á rammaskipulagið og svæðið allt. Eðlilegra hefði verið að allt rammaskipulagssvæðið hefði legið undir í þessari aðalskipulagsbreytingu og jafnframt að sú mikla og vandaða vinna sem var unnin við rammaskipulagið væri leiðarljós breytingarinnar.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari og kemur þá næst Ingi að andsvari öðru sinni sem Adda María svarar einnig öðru sinni. Þá kemur Ingi að stuttri athugasemd sem og Adda María.

Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson. Jón Ingi svarar næst andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 greiddum atkvæðum en þau, Jón Ingi, Adda María, Guðlaug Kristjánsdóttir, Friðþjófur Helgi sitja hjá.

Jón Ingi kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista ítreka bókun sína í Skipulags og byggingaráði.

Fundarhlé kl. 15:24. Fundi framhaldið kl. 15:30.

Ingi Tómasson kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Fyrirliggjandi tillaga að breyttu aðalskipulagi Hafnarfjarðar fellur vel að markmiðum Svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%.
Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar er umrætt svæði skilgreint sem ÍB (íbúðasvæði), breytingin fellst í því að svæðinu er breytt í M (miðsvæði) sem gefur möguleika á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum í greinargerð aðalskipulagsins. Svæði á Hraunum vestur norðan Hjallahrauns er skilgreint sem AT 1 í aðalskipulagi verður skoðað sérstaklega í heildarendurskoðun aðalskipulagsins sem nú stendur yfir.
Gert er ráð fyrir að uppbygging á öllu svæðinu geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar.