Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Ingi Tómasson kemur til andsvars og svarar Guðlaug andsvari.
Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls. Einnig tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum frá fulltrúum meirihlutans og Miðflokksins. Fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans greiða atkvæði á móti og fulltrúar Samfykinarinnar sitja hjá.
Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi
Búið var að vinna rammaskipulag í sátt og samlyndi við bæjarbúa og í því var að finna skynsamlega heildarsýn fyrir hverfið. Þeirri vinnu er allri kastað á glæ fyrir hagsmuni eins byggingaraðila
Með því að samþykkja aðalskipulagsbreytingu sem er í engu samræmi við rammaskipulagið er verið að setja í uppnám þær forsendur sem gengið var út frá í upphafi um mannvænt "fimm mínútna hverfi" þar sem öll þjónusta átti að vera í göngufæri.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi Bæjarlistans tekur undir bókun fulltrúa listans í skipulags-og byggingarráði og áréttar að líkt og ljóst má vera af þeirri bókun er andstaða í okkar röðum við málið.
Árni Rúnar Þorvaldsson kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin eins og þau höfðu verið unnin í góðri sátt eftir vandað ferli með samkeppni, kynningarferli og vinnslu rammaskipulags sem skipulags-og byggingráð samþykkti. Við hörmum það að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk hafi hafnað því að staðfesta rammaskipulagið í bæjarstjórn sem meirihluti flokkanna í skipulags- og byggingaráði hafði samþykkt. Þetta þýðir að staða rammaskipulagsins sem byggði á vandaðri vinnu og íbúasamráði er mjög óljós og skortur er á heildstæðri framtíðarsýn fyrir svæðið. Hér er um mjög mikilvægt uppbyggingarsvæði að ræða fyrir bæinn og því mjög gagnrýnisvert að meirihlutinn í bæjarstjórn skuli grafa undan þeirri framtíðarsýn og stefnumörkun sem lögð voru drög að í rammaskipulaginu.