Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1851
19. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
11. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs dags. 11. ágúst sl. Lögð fram á ný aðalskipulagsbreyting og greinargerð vegna landnotkunarbreytingu reits ÍB2 í M4. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var samþykkt á fundi ráðsins þann 31.jan s.l. Skipulags- og byggingarráð samþykkti greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingar Hraun-Vestur gjótur reitur ÍB2/M4 og vísaði erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti erindið á fundi sínum þann 29. apríl s.l. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 25/6 - 6/8. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingaráð samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fulltrúi Bæjarlistans bókar eftirfarandi: Rétt er að minna á að aðalskipulagsbreytingin á reitnum Hraun vestur sem meirihlutinn kom í gegn á fundi ráðsins 31. janúar 2020 var algjörlega í trássi við rammaskipulagstillöguna frá árinu 2018, sem var unnin í samráði við hagsmunaraðila, kynnt almenningi á þremur opnum fundum og samþykkt í skipulags- og byggingaráði í góðri sátt. Með þessari aðalskipulagsbreytingu hefur einn reitur af sjö á svæðinu Hraun vestur verið tekinn sérstaklega út og þar með allt komið í óvissu hvað varðar samræmingu einstakra áfanga, hverfishluta og verkefna innan svæðisins í heild. Þetta vinnulag getur ekki annað en verið fordæmisgefandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins og ásýnd bæjarmyndar Hafnarfjarðar. Þetta er nú öll fagmennskan.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Ingi Tómasson kemur til andsvars og svarar Guðlaug andsvari.

Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls. Einnig tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum frá fulltrúum meirihlutans og Miðflokksins. Fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans greiða atkvæði á móti og fulltrúar Samfykinarinnar sitja hjá.

Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi

Búið var að vinna rammaskipulag í sátt og samlyndi við bæjarbúa og í því var að finna skynsamlega heildarsýn fyrir hverfið. Þeirri vinnu er allri kastað á glæ fyrir hagsmuni eins byggingaraðila

Með því að samþykkja aðalskipulagsbreytingu sem er í engu samræmi við rammaskipulagið er verið að setja í uppnám þær forsendur sem gengið var út frá í upphafi um mannvænt "fimm mínútna hverfi" þar sem öll þjónusta átti að vera í göngufæri.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans tekur undir bókun fulltrúa listans í skipulags-og byggingarráði og áréttar að líkt og ljóst má vera af þeirri bókun er andstaða í okkar röðum við málið.

Árni Rúnar Þorvaldsson kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin eins og þau höfðu verið unnin í góðri sátt eftir vandað ferli með samkeppni, kynningarferli og vinnslu rammaskipulags sem skipulags-og byggingráð samþykkti. Við hörmum það að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk hafi hafnað því að staðfesta rammaskipulagið í bæjarstjórn sem meirihluti flokkanna í skipulags- og byggingaráði hafði samþykkt. Þetta þýðir að staða rammaskipulagsins sem byggði á vandaðri vinnu og íbúasamráði er mjög óljós og skortur er á heildstæðri framtíðarsýn fyrir svæðið. Hér er um mjög mikilvægt uppbyggingarsvæði að ræða fyrir bæinn og því mjög gagnrýnisvert að meirihlutinn í bæjarstjórn skuli grafa undan þeirri framtíðarsýn og stefnumörkun sem lögð voru drög að í rammaskipulaginu.