Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 648
30. apríl, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram á ný tillaga að breyttu aðalskipulagi reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr athafnasvæði, verslunar og þjónustusvæði og íbúðarsvæði í miðsvæði. Lögð fram skipulagslýsing dags. 25. apríl 2018.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flathrauni og að málsmeðferð verði í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.