Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 710
11. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram á ný aðalskipulagsbreyting og greinargerð vegna landnotkunarbreytingu reits ÍB2 í M4. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var samþykkt á fundi ráðsins þann 31.jan s.l. Skipulags- og byggingarráð samþykkti greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingar Hraun-Vestur gjótur reitur ÍB2/M4 og vísaði erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti erindið á fundi sínum þann 29. apríl s.l. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 25/6 - 6/8. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingaráð samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Fulltrúi Bæjarlistans bókar eftirfarandi:
Rétt er að minna á að aðalskipulagsbreytingin á reitnum Hraun vestur sem meirihlutinn kom í gegn á fundi ráðsins 31. janúar 2020 var algjörlega í trássi við rammaskipulagstillöguna frá árinu 2018, sem var unnin í samráði við hagsmunaraðila, kynnt almenningi á þremur opnum fundum og samþykkt í skipulags- og byggingaráði í góðri sátt. Með þessari aðalskipulagsbreytingu hefur einn reitur af sjö á svæðinu Hraun vestur verið tekinn sérstaklega út og þar með allt komið í óvissu hvað varðar samræmingu einstakra áfanga, hverfishluta og verkefna innan svæðisins í heild. Þetta vinnulag getur ekki annað en verið fordæmisgefandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins og ásýnd bæjarmyndar Hafnarfjarðar. Þetta er nú öll fagmennskan.