Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 714
22. september, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.9.2020.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans og Samfylkingar bóka: Ábendingar Skipulagsstofnunar staðfesta þau varnaðarorð sem fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans og Samfylkingar hafa haft varðandi þetta verkefni undanfarin misseri. Deiliskipulag fyrsta áfanga við Hraunin víkur frá faglegu undirbúningsferli rammaskipulags hverfisins og fylgir ekki þeirri heildarsýn og þeim gæðaviðmiðum sem voru sett fram þar. Nær allar athugasemdir Skipulagsstofnunnar má rekja til þeirrar ákvörðunar að víkja frá hugmyndafræði rammaskipulagsins.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Meirihlutinn leggur áfram áherslu á að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur einnig vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar. Að þessu sögðu teljum við rétt og mikilvægt að brugðist verði við minniháttar leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.