Siggubær, fella 2 lerkitré
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 645
20. mars, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umfjöllunar beiðni frá verkefnisstjóra hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu um að fella 2 lerkitré sem standa við gafl hússins Siggubæ í tengslum við lagfæringu á húsinu. Trén slást utan í gafl hússins og rætur þeirra farnar að skemma gólfið. Einnig þarf að gera drenlögn í kringum húsið og standa trén í vegi fyrir að það sé hægt. Umsagnir frá garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar liggur fyrir ásamt áliti frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Jafnframt lögð fram samþykkt um friðun og verndun trjágróðurs í Hafnarfirði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um erindið á fundi sínum 7. mars s.l. og gerir ekki athugasemd við að trén verði felld en vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði í samræmi við samþykkt um verndun trjágróðurs í Hafnarfirði.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs en bendir á að endurskoða þarf Samþykkt um friðun og verndun trjágróðurs í Hafnarfirði sem var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 3. febrúar 2009.