Bæjarráð samþykkir framlagða sáttagjörð milli Munck Ísland ehf., og Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Samkvæmt samkomulaginu verður hjúkrunarheimilið tilbúið og afhent rekstraraðila 28. júní 2019.
Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Með þessari sáttagjörð nú milli Hafnarfjarðarbæjar og verktaka verður opnun hjúkrunarheimilisins á Sólvangi að veruleika nú í sumar. Það er hins vegar miður að bygging þess hafi tafist sem raun ber vitni en áætluð verklok voru upphaflega í september 2018.
Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa síðustu misseri gert athugasemdir við það hvernig staðið hefur verið að málum varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í bæjarfélaginu. Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu og umtalsverða fjárfestingu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins 2014-2018 að hverfa frá fyrirhugaðri uppbyggingu hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða fyrir aldraða í Skarðshlíð. Áætlað var að hjúkrunarheimilið opnaði snemma árs 2016 og hefði það því verið starfandi í um tvö og hálft ár ef áætlanir um það hefðu ekki verið slegnar út af borðinu.
Adda María Jóhannsdóttir