Sólvangur hjúkrunarheimili, kröfur Munck á Íslandi á hendur Hafnarfjarðarbæ, verksamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3520
6. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Örn Guðmundsson frá VSB mæta á fundinn.
Svar

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til aukafundar ráðsins sem verður þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 9.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Varðandi umræður um samkomulag um uppgjör vegna hjúkrunarheimilis á Sólvangi óskar fulltrúi Samfylkingar eftir svörum við eftirfarandi:
- Frá áramótum hafa staðið viðræður við verktaka vegna verksins. Hvers vegna hefur staða málsins ekki verið kynnt bæjarráði fyrr en nú?
- Hversu miklar tafir hafa orðið á verkefninu frá upphaflegri áætlun og hvaða ástæður eru fyrir þeim töfum?
- Hver var upphafleg kostnaðaráætlun við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi? Hvað var gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu kosta skv. fjárhagsáætlun og hvað er nú gert ráð fyrir að heildarkostnaður verði mikill?
- Hver er greiðslustaða verkefnisins nú, þ.e. hvað hefur Hafnarfjarðarbær greitt vegna framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi?

Adda María Jóhannsdóttir