Fyrirspurn
Lögð fram umsögn menningar- og ferðamálanefndar um Markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð:
Menningar- og ferðamálanefnd fagnar nýútgefinni skýrslu Manhattan um Markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð. Þar er margt gagnlegt sem kemur fram um viðhorf bæði íbúa og innlendra og erlendra gesta Hafnarfjarðar. Þetta er góð samantekt á anda Hafnarfjarðar og fyrir hvað hann stendur fyrir bæjarbúa og gesti. Aðgerðaráætlun sem unnin er upp úr þeim punktum sem komu fram hjá viðmælendum mun nýtast vel til að styrkja ímynd og stöðu Hafnarfjarðar til framtíðar.
Menningar- og ferðamálanefnd tekur undir það að vanda þurfi til þegar þessi stefnumótun verði innleidd og eftirfylgni með aðgerðum verði í höndum stýrihóps eins og tekið er fram í skýrslunni. Nefndin býðst til að taka þátt í þeirri vinnu og veita verkefninu stuðning.
Menningar- og ferðamálanefnd leggur einnig áherslu á að skoða þurfi betur málefni ferðamanna sem heimsækja Hafnarfjörð og gera sérstaka úttekt á því. Með þeim upplýsingum væri hægt að vinna að ferðamálastefnu fyrir Hafnarfjörð sem væri hægt að vinna eftir. Lagt er til að settur verði saman vinnuhópur til að vinna að þeirri stefnu.
Menningar- og ferðamálanefnd
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
Þórey Anna Matthíasdóttir
Sigurbjörg Anna Guðnadóttir
11. júní 2019