Forseti les upp tillögu að ályktun.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.
Fundarhlé kl. 18:21.
Fundi framhaldið kl. 18:35.
Forseti ber upp svohljóðandi lítillega breytta tillögu að ályktun bæjarstjórnar:
"Í framhaldi af fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar með þingmönnum Suðvesturkjördæmis þann 15. febrúar s.l. og fjárlaga 2018 skorar bæjarstjórn á þingmenn og samgönguráðherra að sjá til þess að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg hefjist nú þegar á árinu 2018 og verði lokið á árinu 2019. Útboðsgögn liggja fyrir nánast tilbúin og því er lögð áhersla á að strax hefjist vinna við að uppfæra útboðsgögnin.
Jafnframt skorar bæjarstjórn á þingmenn, samgönguráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd alþingis og vegamálastjóra að tryggja að fjármagn fáist á samgönguáætlun, sem nú er unnið að, þannig að tryggt verði að framkvæmdum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar ljúki á næstu fjórum árum. Unnið verði samkvæmt tillögu samráðshóps Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarkaupstaðar um tvöföldun og varanlegar úrlausnir á gatnamótum Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar."
Er ályktunin samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.