Straumur, sala fasteignar
Straumur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3491
20. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram kauptilboð í Straum.
Svar

Bæjaráð samþykkir framlagt kauptilboð með fjórum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sölu á Straumi, fastanr. 308-1150, í samræmi við framlagt kauptilboð. Einn greiðir atkvæði á móti.


Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir fulltrúi Vinstri Grænna og Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Vinstri grænna Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir og fulltrúi Samfylkingar Adda María Jóhannsdóttir telja það vera mikil mistök að selja Straum. Húsið sjálft á sér mjög merka sögu. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelsyni og hefur hýst margskonar menningarstarfsemi eftir að búskap var hætt á jörðinni. Reknar hafa verið þar vinnustofur og sýningarrými fyrir myndlistarmenn og einnig hefur verið í húsinu aðstaða til þess að taka á móti erlendum listamönnum.
Það verður mikill missir af Straumi og mikil vonbrigði að ákveðið hafi verið að selja eignina í stað þess að byggja upp menningartengda starfsemi í húsinu.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123175 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092081